Yngri landslið | U-17 og U-19 kvenna komnar til Tékklands
Í gær ferðuðust bæði U-17 og U-19 ára kvenna til Tékklands en liðin leika þar vináttulandsleiki á morgun og laugardag. Liðin undirbúa sig fyrir Evrópukeppnir í sumar, U-19 kvenna leikur á EM í Rúmeníu en U-17 fer á EM í Svartfjallalandi.
U-19 kvenna spilar sína leiki í Louny en fyrri leikur þeirra við Tékka hefst kl. 17:00 á morgun og verður streymt á slóðinni hér neðst í fréttinni. U-17 kvenna spilar sína leiki í Chyne rétt við Prag en leikur þeirra við Tékka á morgun hefst kl. 16:30, því miður er ekki streymt frá leiknum.
Við munum flytja fréttir af stelpunum okkar í Tékklandi á miðlum HSÍ næstu daga.
Leik U-19 kvenna á morgun má sjá hér:
https://www.tvcom.cz/Zapas/Sport-Hazena/Pohlavi-Zeny/Sezona-2022-2023/218824-Pratelske-utkani-juniorek-Czech-republic-Island.htm?fbclid=IwAR0LSpLYFvcACnq7pOrTeoRHm715jKtbNNTD8bw-tYFjxuaPl5sAIV3bhkk
![](https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2023/03/329871498_605615201429662_3441882148804058307_n-1024x473.jpg)
![](https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2023/03/329879803_5970413309679296_2574341823653204187_n-1024x473.jpg)
![](https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2023/03/332597741_3493891734176107_1365054545638376509_n-1024x767.jpg)
![](https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2023/03/333325059_901412080979011_2084028373733083930_n-1024x767.jpg)