Yngri landslið | Ísland fimmta sterkasta þjóðin
EHF hefur birt styrkleikalista yngri landsliða eftir Evrópu- og Heimsmeistaramót yngri landsliða í sumar. Yngri landslið karla og kvenna HSÍ voru á faraldsfæti í sumar og er styrkleikalisti EHF reiknaður út með sama hætti og styrkleikalisti A landsliða, gefinn er út sameiginlegur stigafjöldi karla og kvennalandsliða og svo eftir kynjum.
Ísland er í 7. sæti með 254 stig en Ungverjaland er efst með 328 stig þegar reiknaður er sameiginlegur árangur karla- og kvennalandsliða. Stelpurnar okkar eru í 10. sæti á lista EHF með 130 stig og strákarnir okkar eru í 5. sæti með 124 stig.
Styrkleikalista EHF má finna hér: https://www.eurohandball.com/en/news/en/hungary-lead-yac-summer-ranking/?fbclid=IwY2xjawE-kn9leHRuA2FlbQIxMAABHQI3wJBajNxmU_1oplIwg3C-oQ_3TTV_6yZfLJxrZ9iMib-6l6F18E-E9w_aem_z7ilwmsMe7zjCHtQM86JNQ