Nýlega var dregið í riðla á Heimsmeistaramóti karla U19 ára. Drátturinn fór fram í Kairó en mótið er einmitt haldið í Kairó, Egyptalandi dagana 6.-17.ágúst. 32 landslið taka þátt i Heimsmeistaramótinu en tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í sextán liða úrslit. Ísland var í efsta styrkleikaflokki og dróst í riðil með Brasilíu, Gíneu og Sádi Arabíu.

Drátturinn í heildsinni var eftirfarandi :

A-riðill – Svíþjóð, Portúgal, Kúveit, Austurríki
B-riðill – Ungverjaland, Sviss, Marokkó, Kósovó
C-riðill – Serbía, Spánn, Króatía, Alsír
D-riðill – Ísland, Brasilía, Gínea, Sádi Arabía
E-riðill – Þýskaland, Slóvenía, Úrúgvæ, Færeyjar
F-riðill – Noregur, Frakkland, Argentína, TBD(To be determined)
G-riðill – Egyptaland, Japan, Suður Kórea, Bahrein
H-riðill – Danmörk, Túnis, Tékkland, Bandaríkin