Í hádeginu tryggði Valur sér Íslandsmeistaratitilinn í 4.ka. yngri eftir mikinn spennutrylli þar sem bæði þurfti framleningu og vítakeppni til að fá úrslit.
Það voru KA menn sem byrjuðu betur og voru í forystu mest allan fyrri hálfleikinn, Valsmenn voru þó alltaf skammt undan. KA hafði eins marks forystu í hálfleik, 13-12.
Liðin skiptust á að hafa forystu í upphafi síðari hálfleiks en það var ekki fyrr en á 3 mínútur voru til leiksloka að Valur komst 2 mörkum. En KA menn svöruðu jafnharðan og því þurfti að framlengja.
Jafnt var á öllum tölum í framlengingu, að henni lokinni var staðan 23-23 og því var gripið til vítakeppni.Í vítakeppninni skoruðu Valsmenn úr fyrstu fjórum vítunum sínum á meðan KA skoraði bara úr einu. Það er því Valsmenn sem sigruðu í þessum æsispennandi leik 27-24.
Stefán Pétursson markamaður Vals var valinn maður leiksins en hann varði 15 skot í marki Valsmanna.
Markaskorarar Vals:
Tryggvi Garðar Jónsson 7, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Tómas Sigurðsson 7, Áki Hlynur Andrason 2, Breki Hrafn Valdimarsson 2, Andri Finnsson 2.
Markaskorarar KA:
Andri Ísak Haddsson 12, Óli Einarsson 5, Haraldur Bolli Heimisson 2, Þorvaldur Daði Jónsson 2, Fannar Már Jónsson 1, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson 1, Guðni Snær Arnþórsson 1.
Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.