Í kvöld tryggðu Vals stúlkur sér Íslandsmeistaratitilinn í 3.kv. eftir sigur á KA/Þór.
Lið KA/Þórs byrjaði betur og komst í 6-0. Eftir 20 mínútna leik var staðan 9-3 og KA/Þór stelpur miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Í lok fyrri hálfleiks lifnaði yfir Vals stúlkum sem minnkuðu muninn og staðan í hálfleik 11-8.
Vals stúlkur komu sterkar inn í seinni hálfleik og komust marki yfir eftir 13 mínútur í stöðunni 14-15. KA/Þór stúlkur áttu engin svör við sterkum leik Vals liðsins og lokatölur 18-20 fyrir Val.
Ástrós Anna Bender var valin maður leiksins en hún varði 11 skot í marki Vals.
Markaskorarar KA/Þórs:
Ólöf Marín Hlynsdóttir 5, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Una Kara Vídalín 4, Þóra Stefánsdóttir 3, Svala Svavarsdóttir 1.
Markaskorarar Vals:
Kristín Arndís Ólafsdóttir 8, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 3, Vala Magnúsdóttir 2, Elín Helga Lárusdóttir 2 Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Alexandra Diljá Birkisdóttir 1.
Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.