Í dag fara fram úrslit 2.-4. flokks og verða alls 7 Íslandsmeistarar krýndir.
Í 4.flokki kvenna yngri varð
Víkingur Íslandsmeistari eftir sigur á Fram 18-15.
Brynhildur Vala Björnsdóttir leikmaður Víkings var valin maður leiksins en hún átti stórleik bæði vörn og sókn og skoraði 6 mörk í leiknum.
Í 4.flokki karla yngri varð
Selfoss Íslandsmeistari eftir sigur á FH 33-30.
Haukur Þrastarson leikmaður Selfoss átti sannkallaðan stórleik og skoraði 18 mörk í leiknum auk þess að vera lykilmaður í vörn.
Í 4.flokki karla eldri varð
Fjölnir Íslandsmeistari eftir sigur á Val 25-24 æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum.
Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals var valinn maður leiksins en hann skoraði 8 mörk.
Í 4.flokki kvenna eldri varð
Fylkir Íslandsmeistari eftir sigur á Val 26-22.
Hrafnhildur Irma Jónsdóttir leikmaður Fylkis var valin maður leiksins en hún lék einstaklega vel og skoraði 11 mörk.
Í 3.flokki karla varð
ÍBV Íslandsmeistari eftir sigur á FH 35-34 í æsispennndi framlengdum leik. Maður leiksins var valinn
Ágúst Emil Grétarsson leikmaður ÍBV en hann átti stórleik og skoraði 8 mörk.
Í 3.flokki kvenna varð
Fram Íslandsmeistari eftir sigur á Fylki 25-21.
Thea Imani Sturludóttir leikmaður Fylkis var valin maður leiksins en hún átti mjög góðan leik og skoraði 11 mörk.
Í 2.flokki karla varð
Valur Íslandsmeistari eftir sigur á Fram 27-26.
Daníel Þór Ingason leikmaður Vals var valinn maður leiksins en hann átti góðan leik og skoraði 8 mörk.
Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter eða
Instagram. Þar má sjá myndir af öllum sigurvegurum.
Upptökur frá öllum leikjum má finna á fjolnir.tv.