Selfoss tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í 4. fl. ka. eldri með sigri á HK.

Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og bæði lið að spila vel. Staðan í hálfleik jöfn 10-10.

Í seinni hálfleik sigu Selfoss strákarnir jafnt og þétt fram úr og voru fljótlega komnir með 8 marka forystu. Leikurinn endaði 29-17 fyrir Selfoss.

Haukur Þrastarson leikmaður Selfoss var valinn maður leiksins en hann skoraði 8 mörk.

Markaskorarar Selfoss:

Haukur Þrastarson 8, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Daníel Karl Gunnarsson 4, Þorsteinn Freyr Gunnarsson 3, Daníel Garðar Antonsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson 2, Sölvi Svavarsson 1, Aron Emil Gunnarsson 1

Markaskorarar HK:

Blær Hinriksson 5, Ingólfur Hafþórsson 4, Sigurður Ernir Axelsson 3, Guðjón Valur Ólafsson 1, Kári Tómas Hauksson 1, Styrmir Máni Arnarson 1, Sigurður Guarino 1, Kristján Pétur Barðason 1

Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.



Selfoss er Íslandsmeistari í 4.ka. eldri. #handbolti #urslit17

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on