Um síðastliðna helgi fór fram á Selfossi hið árlega Landsbankamót í handbolta, keppt er í 7. flokki drengja og stúlkna 10 ára og yngri.
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss heldur mótið sem er jafnframt hluti af mótaröð HSÍ. Leikið er eftir minniboltareglum, mörk eru ekki talin en áherslan er á að allir spili og skemmti sér innan vallar sem utan.
Keppendur á mótinu á Selfoss um helgina voru 870 og búast má við að annar eins fjöldi af foreldrum og liðstjórum hafi heimsótt Selfoss þessa daga. Alls eru 175 lið skráð til leiks frá 20 félögum, en leikið verður í íþróttahúsi Vallaskóla og íþróttahúsi FSu. Liðin gistu í Vallaskóla og voru þar í mat. Á kvöldin voru svo kvöldvökur þar sem Ingó Veðurguð sá um stuðið.
Mótið hófst á föstudegi kl. 16:00 og stóð fram yfir hádegi á sunnudag. Það voru um 80 starfsmenn komu að mótinu sem krefst mikillar skipulagningar. Þökk sé öflugu foreldrastarfi hjá deildinni og reynslu í svona mótahaldi að dæmið gengur upp. Mótið er fjölmennasta íþróttamót sem haldið er á Suðurlandi ár hvert og fjölmennasta handboltamót á Íslandi.
Landsbankinn á Selfossi er sem fyrr aðalstyrktaraðili yngri flokka starfs handknattleiksdeildar og mótið ber nú nafn bankans áttunda árið í röð. Handknattleiksdeild umf. Selfoss vill þakka Landsbankanum á Selfossi frábæran stuðning undanfarin ár.
Myndir af mótinu má nálgast á draumalidid.is
Foreldrar geta fengið eina liðmynd frítt í boði Landsbankans.