Það voru Fylkisstúlkur sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 4.kv. yngri í dag með tveggja marka sigri á HK.
HK byrjaði leikinn betur og komst 3 mörkum um miðjan hálfleikinn en Árbæjarstúlkur náðu að minnka muninn í 1 mark fyrir hálfleik, staðan í hálfleik 10-9 fyrir HK.
Fylkisstúlkur héldu áfram þar sem frá var horfið og náðu 2-3 marka forystu í upphafi síðari hálfleiks. Það bil náði HK liðið aldrei að brúa og Fylkir landaði sigri, 21-19.
Elín Rósa Magnúsdóttir leikstjórnandi Fylkis var valin maður leiksins en hún skoraði 8 mörk auk þess að gefa fjölda stoðsendinga.
Markaskorarar Fylkis:
Elín Rósa Magnúsdóttir 8, Hanna Karen Ólafsdóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Selma María Jónsdóttir 2, Sara Hlín Gísladóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Markaskorarar HK:
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 7, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir 4, Hera Huld Gunnlaugsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2.
Upptöku af leiknum má finna neðst í fréttinni.