Handknattleikssambands Íslands sendi í gær formlega kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna frammistöðu dómara og eftirlitsmanns á leik Vals og AHC Potaissa þann 30. apríl sl. Bréf þess efnis var sent í kjölfar kvörtunar Vals.
Krafist er rannsóknar á frammistöðu dómara svo og kannað verði hvort að um ásetning hafi verið að ræða.
Óskað var eftir skjótum viðbrögðum og upplýsingum um hvernig rannsókn málsins yrði háttað.
HSÍ væntir þess að málið verði tekið alvarlega enda heiðarleiki og trúverðugleiki íþróttarinnar í húfi.
HSÍ átelur samt sem áður að bornar séu þungar sakir um spillingu og annað í þeim dúr án þess að geta sýnt fram á það. Slík ummæli eru íþróttinni ekki til framdráttar. HSÍ hvetur alla til að gæta hófs í orðavali um frammistöðu dómaranna og gefi EHF ráðrúm til að rannsaka málið.
Í gærkvöldi barst svar frá EHF þar sem tekið er fram málið verði skoðað og óskað eftir frekari upplýsingum.
Stjórn HSÍ