Föstudaginn 1.maí fara fram úrslitaleikir yngri flokka í Kaplakrika. Hér leiða saman hesta sína landsliðsmenn- og konur framtíðarinnar og má ganga að góðri skemmtun vísri.
Unglingaráð handknattleiksdeildar FH hefur veg og vanda að mótahaldi í ár og verður hvergi slegið slöku við.
Leikjaplan dagsins er:
Fös 1.maí 2015 09:30 4.fl. karla yngri Kaplakriki Fram – FH
Fös 1.maí 2015 11:15 4.fl. kvenna yngri Kaplakriki Fylkir – Haukar 1
Fös 1.maí 2015 13:00 4.fl. karla eldri Kaplakriki Þór Ak. – FH
Fös 1.maí 2015 14:45 4.fl. kvennaa eldri Kaplakriki HK 1 – KA/Þór
Fös 1.maí 2015 16:30 3.fl. karla Kaplakriki Valur – HK
Fös 1.maí 2015 18:30 3.fl. kvenna Kaplakriki Selfoss – Fylkir
Fös 1.maí 2015 20:30 2.fl. karla Kaplakriki FH – Valur
Leikirnir verða allir sýndir í beinni netútsendingu á SportTV –
www.sporttv.is.
Athygli er vakin á því að verðlaunaafhending fyrir hvern flokk fyrir sig fer fram strax eftir leik og verða veitt verðlaun fyrir besta leikmanninn, silfurverðlaun og loks gullverðlaun og Íslandsbikar.