U20 ára landslið karla gerði í gærkvöldi 30-30 jafntefli við heims- og Evrópumeistara Frakka í hörkuleik í Strassburg. Leikurinn var virkilega vel spilaður af strákunum en Frakkar jöfnuðu úr vítakasti þegar tíminn var útrunninn. Leikurinn einkenndist af mikilli liðsheild og baráttu auk frábærrar markvörslu Andra Scheving. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir EM í Slóveníu. Liðin eigast við aftur á morgun, sunnudag.
Mörk Íslands skoruðu: Sveinn Andri Sveinsson 10, Orri Þorkelsson 6, Birgir Már Birgisson 4, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Elliði Snær Viðarsson 3, Daníel Griffin 2 og Pétur Árni Hauksson 2.