U20 ára landslið karla dróst í morgun í riðil Serbíu, Noregi og Austurríki í Evrópukeppninni sem fram fer fram í Austurríki og á Ítalíu dagana 2. til 12. júlí sumar. Ísland var í efsta styrkleikaflokki mótsins en alls taka landsliðs sextán þjóða þátt í mótinu.
Svíþjóð, Danmörk og Króatíu voru einnig í efsta styrkleikaflokki.
Ísland er í A-riðli. í B-riðli eru Svíþjóð, Frakkland, Portúgal og Rússland. Í C-riðil drógust Króatía, Spánn, Slóvenía og Ítalía og í D-riðli eru Danmörk, Þýskaland, Ungverjaland og Ísrael.
Það er semsagt spennandi sumar í uppsiglingu hjá okkar efnilega U20 ára landsliði sem Einar Andri Einarsson þjálfar.