Heimsmeistaramóti leikmanna undir 19 ára í handbolta lauk í Georgíu í dag. Frakkar urðu heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik 28-25. Danir náðu 3.sætinu með eins marks sigri á Króötum.
Teitur Örn Einarsson Selfossi varð markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í sjö leikjum, eða um 9,5 mörk að meðaltali í leik. Hann lék þó tveimur leikjum færra en leikmenn liðanna sem urðu í átta efstu sætunum, en Ísland endaði í 10. sæti á mótinu. Teitur varð einnig með efstu mönnum á mótinu í flestum stoðsendingum.
Markvörðurinn Andri Scheving Haukum átti einnig frábært mót, en hann var með næst hæsta hlutfall varðra skota. En hann varði 38,8 % þeirra skota sem hann fékk á sig í mótinu.