Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu töpuði fyrir Svíum í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Georgíu lokatölur 26-31 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-14 Svíum í vil. Sænska liðið mætti mjög vel tilbúið til leiks og lék sinn langbesta leik á mótinu, með frábæra 6:0 vörn og mjög góðan markvörð þar fyrir aftan.
Þetta sló íslensku strákana út af laginu í byrjun og þeir voru að elta forystu Svíana allan leikinn og komust aldrei nógu nálægt þeim til þessa að eiga möguleika á sigri. Strákarnir eru búnir að spila frábærlega á þessu móti og mjög svekkjandi að ná ekki sínum besta leik þegar komið er í útsláttarkeppnina.
Þessi úrslit þýða að strákarnir eiga aðeins einn leik eftir á morgun, líklega um 9.-10. sæti.
Teitur Örn Einarsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 14 mörk í leiknum.
Mörk Íslands:
Teitur Örn Einarsson 14, Sveinn J. Rivera 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Hafþór Vignisson 2, Sveinn Andri Sveinsson 1, Bjarni Valdimarsson 1, Örn Östenberg 1, Úlfur Kjartansson 1, Orri Freyr Þorkelsson 1 og Birgir Már Birgisson 1.
Viktor Hallgrímsson varði 4 skot
Andri Scheving varði 11 skot