U19 karla | Sigur gegn B liði Þýskalands

U-19 ára landslið karla hélt áfram leik á Sparkassen Cup nú í morgun, fyrstu andstæðingar dagsins voru B lið Þjóðverja. Með sigri væri sæti í undanúrslitum tryggt.

Jafnt var með liðunum fyrstu 15 mínúturnar en eftir því sem leið á hálfleikinn náði íslenska liðið undirtökunum og fór með 3 marka forystu inn í hálfleik, staðan 14-11.

Í síðari hálfleik náðu strákarnir okkar mest 7 marka forystu og unnu að lokum þægilegan 5 marka sigur sem aldrei var í hættu, lokatölur 25-20.

Markarskorarar Íslands:
Garðar Ingi Sindrason 7, Andri Erlingsson 4, Jason Stefánsson 3, Daníel Montoro 3, Max Emil Stenlund 3, Elís Aðalsteinsson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Harri Halldórsson 1 og Baldur Bjarnason 1.

Sigurjón Atlason varði 7 skot og Jens Sigurðarson varði 3 skot.

Næsti leikur liðsins er gegn Hollendingum og hefst hann kl. 14.20 að íslenskum tíma.