U19 karla | Sárt tap gegn Tékkum
U-19 ára landslið karla lék sinn fyrsta leik á HM í Króatíu fyrr í dag, andstæðingarnir voru Tékkar og fyrirfram var reiknað með hörkuleik.
Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti náðu 3 marka forystu snemma leiks en Tékkarnir voru þó ekki langt undan og jöfnuðu metin í stöðunni 8-8 eftir 20mín. Tékkar voru ívið sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og höfðu 2 marka forystu þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Íslenska liðið kom sterkt tilbaka í upphafi síðari hálfleiks, jafnaði metin og náði svo forystu sem var mest 4 mörk þegar 12 mínútur voru til leiksloka. En seinustu 10 mínúturnar var eins og slökkt hefði verið á strákunum okkur, Tékkar gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Að lokum voru það Tékkar sem höfðu 2 marka sigur, 27-29.
Markaskorarar Íslands:
Elmar Erlingsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Andri Fannar Elísson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Ísak Steinsson varði 11 skot í leiknum.
Það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi verið vonbrigði og voru drengirnir svekktir að leik loknum. Á morgun leikur liðið gegn Japan kl. 13.30 að íslenskum tíma og verður sá leikur að vinnast til að halda í möguleikann að komast í 16 liða úrslit. Við því skulum því vona að strákarnir okkar og starfslið nái að stilla saman strengi sína og skila sigri á morgun.