U19 karla | Sætur sigur, úrslitaleikur í kvöld
U-19 ára landslið karla mætti Serbum í undanúrslitum á Sparkassen Cup nú í hádeginu.
Það voru Serbar sem byrjuðu leikinn betur og höfðu 3-4 marka forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir góðan kafla strákanna okkar undir lok hálfleiksins voru það Serbar sem áttu lokaorðið og leiddu 13-16 í hálfleik.
Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik, varnarleikurinn var stórgóður á meðan sóknarleikurinn var agaðri. Fljótlega jöfnuðu strákarnir okkar og höfðu frumkvæðið í framhaldi af því. Eftir æsispennandi lokamínútur vannst eins marks sigur, 28-27.
Markaskorarar Íslands:
Garðar Ingi Sindrason 11, Stefán Magni Hjartarson 5, Baldur Fritz Bjarnason 4, Bessi Teitsson 3, Elís Þór Aðalsteinsson 2, Andri Erlingsson 1, Ágúst Guðmundsson 1 og Dagur Fannar Leósson 1.
Jens Sigurðarson og Sigurjón Atlason vörðu 3 skot hvor.
Liðið leikur til úrslita í kvöld gegn Þjóðverjum og hefst leikurinn kl 18.00 að íslenskum tíma.
Áfram Ísland!