U18 kvenna | Afar svekkjandi eins marks tap gegn Hollandi
U18-ára landslið kvenna tapaði í gær 26-27 gegn Hollandi í 8-liða úrslitum á HM í Skopje. Leikurinn fór afar jafnt af stað og liðin skiptust á að skora. Jafnt var á öllum tölum þar til í stöðunni 11-11, en þá náði Holland að síga aðeins fram úr og staðan í hálfleik var 12-15.
Um miðjan síðari hálfleik var staðan síðan orðin 16-19 Hollandi í vil þegar stelpurnar okkar náðu að snúa leiknum sér í vil og komast yfir, 21-20 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi þar sem liðin skiptust á mörkum. Þegar um mínúta var eftir af leiknum og staðan 26-26, fékk Ísland sókn og tækifæri til að komast yfir. Þær hollensku náðu þó að standa sóknina af sér og skoruðu síðan sigurmark leiksins þegar um það bil tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Eins marks afar svekkjandi tap því niðurstaðan fyrir stelpurnar okkar sem voru búnar að leggja allt sitt í leikinn.
Liðið hefur nú stuttan tíma til að ná vopnum sínum á nýjan leik, því kl. 16.15 að íslenskum tíma í dag mæta stelpurnar afar sterku liði Frakklands í umspilsleik um 5.-8. sæti á mótinu. Með sigri spila stelpurnar um 5.-6. sæti á miðvikudaginn, en tap þýðir leik um 7.-8. sæti mótsins. Mótherjar Íslands í þeim leikjum verða annað hvort Svíar eða Egyptar.
Markaskor íslenska liðsins: Lilja Ágústsdóttir 10, Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Elín Klara Þorkelsdóttir 3 og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 1.
Í markinu varði Ethel Gyða Bjarnasen 14 bolta.