U-18 ára landslið karla tapaði sínum fyrsta leik á móti Danmörku á æfingamótinu í Lübeck í Þýskalandi.
Danirnir náðu fljótt undirtökum í leiknum og þrátt fyrir góðar tilraunir komust strákarnir ekki almennilega inn í leikinn. Danir sigruðu 34 – 28.
Mörk Íslands:
Sveinn Jóhannsson 5, Teitur Einarsson 5, Elliði Viðarsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Ágúst Gretarsson 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Arnar Guðmundsson 2, Bjarni Valdimarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson, Örn Östenberg, og Sveinn Andri Sveinsson með 1 hver.
Markmenn: Andri Ísak Sigfússon varði 7 og Andri Scheving 7.
Þjálfarar eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.
Ísland leikur við Ísrael á morgun kl.16.30 á Íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með strákunum á
facebook-síðu þeirra.
Sýnt er beint frá leikjunum í gegnum
livestream, leikurinn gegn Ísrael hefst í dag kl.16.30.