U18 ára landslið Íslands í handknattleik karla dróst í A-riðil í lokakeppni Evópumótsins sem haldið verður í Slóveníu í sumar. Ísland var í efsta styrkleikaflokki þegar dregið var í morgun í fjóra fjögurra liða riðla en sextán lið taka þátt í mótinu sem stendur yfir frá 13. – 23. ágúst.

Í A-riðli með Íslandi verða landslið Serbíu í öðrum styrkleikaflokki, landslið heimamanna frá Slóveníu úr þriðja styrkleikaflokki og loks landslið Ítalíu úr fjórða styrkleikaflokki.

B-riðill: Svíþjóð, 
Spánn, Ungverjaland, Ísrael.

C-riðill: Danmörk, Þýskaland, Noregur, Rússland.

D-riðill: Króatía, Frakkland, Portúgal, Austurríki.

Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson eru þjálfarar U18 ára landsliðsins.



#
handbolti