U16 | Tap gegn Sviss

U16 ára landslið kvenna tapaði fyrir Sviss 27-22 í fyrri leik liðsins í milliriðli á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir Sviss.

Svissneska liðið byrjaði leikinn mun betur og komst í 4-1 en með góðri baráttu komst íslenska liðið aftur inn í leikinn náði að minnka muninn í eitt mark um miðbik fyrri hálfleiks en það munaði 2 mörkum á liðunum í hálfleik.

Síðari hálfleik var svo í jafnvægi framan af þrátt fyrir að Sviss hafi alltaf leitt en um miðjan hálfleikinn slitnaði á milli og sigraði Sviss leikinn nokkuð örugglega þrátt fyrir frábæra baráttu íslensku stúlknanna.

Liðið mætir svo Þjóðverjum í seinni leik dagsins og hefst hann kl.17.30.

Markaskor íslenska liðsins: Tinna Ósk Gunnarsdóttir 6, Roksana Jara 3, Hrafnhildur Markúsdóttir 3, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Dagný Þorgilsdóttir 1, Laufey Helga Óskarsdóttir 1, Eva Steinsen Jónsdóttir 1 og Hafdís Helga Pálsdóttir 1.

Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 7 bolta og Danijela Sara B. Björnsdóttir 2.