U16 | Tap fyrir Þýskalandi

U16 ára landslið kvenna tapaði fyrir þýskalandi 21-17 í seinni leik liðsins í milliriðli á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 11-10 fyrir Þýskalandi.

Leikurinn var í járnum lengst af en Þýskaland leiddi þó allan tímann. Stelpurnar sýndu mikinn karakter og börðust eins og ljónynjur og hleyptu þeim þýsku aldrei langt undan.

Þrátt fyrir mikla baráttu og frábæran varnarleik reyndust Þjóverjar sterkari á endanum og lokatölur 21-17.

Ísland leikur því um sæti 5.-8. og mætir Svíum á morgun kl.10.00 í krosspili um þau sæti.

Markaskor íslenska liðsins: Roskana Jaros 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Ebba Guðríður Ægisdóttir 1, Valgerður Elín Snorradóttir 1 og Hafdís Helga Pálsdóttir 1.

Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 11 bolta.