U16 ára landslið kvenna sigraði Litháen 19-18 í seinni leik sínum í dag á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 11-6 fyrir Íslandi.
Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og lék á köflum frábærlega og náði öruggri fyrsti fyrir leikhlé. Í síðari hálfleik hélt liðið uppteknum hætti framan af og náði 7 marka forystu. Þá slaknaði á liðinu og litháensku stelpur gengu á lagið og voru nálægt því að jafna leikinn áður en lokaflautan gall.
Niðurstaðan eins marks sigur og góður dagur að baki.
Á morgun leikur liðið við Færeyjar kl. 13.00 og Noreg kl.18.00.
Markaskor íslenska liðsins: Ebba Guðríður Ægisdóttir 7, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Dagný Þorgilsdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 1 og Hrafnhildur Markúsdóttir 1.
Í markinu varði Danijela Sara B. Björnsdóttir 9 bolta.