U16 ára landslið kvenna gerði jafntefli við Króatíu 17-17 í fyrsta liðsins á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 8-7 fyrir Íslandi.

Leikurinn var æsispennandi en íslenska liðið byrjaði betur og leiddi allan fyrri hálfleik. Í þeim síðari náði Króatía fljótlega forystu en með frábærum endaspretti náði íslenska liðið að jafna og hefði getað tryggt sér sigur á loka sekúndum leiksins en síðasta skot liðsins endaði í stöngunni.

Markaskor íslenska liðsins: Roksana Jaros 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 4, Silja Katrín Gunnarsdóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Ebba Guðríður Ægisdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1 og Hrafnhildur Markúsdóttir 1.

Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 8 bolta.

Liðið leikur síðar í dag gegn Litháen og hefst leikurinn kl.14.30.