U16 | Frábær sigur á Noregi

U16 ára landslið kvenna sigraði Noreg 18-15 í lokaleik liðsins í riðlakeppni á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 10-7 fyrir Íslandi.

Leikurinn var frábærlega spilaður að hálfu Íslands og þá sér í lagi varnarleikurinn og leiddi íslenska liðið allan leikinn.

Með sigrinum fór liðið taplaust í gegnum riðilinn og varð í efsta sæti og er því búið að tryggja sér meðal top 8 þjóðanna á mótinu.

Liðið hefur leik á morgun í milliriðli en liðið mætir Sviss kl.10.00 og Þýskalandi kl.17.30

Markaskor íslenska liðsins: Ebba Guðríður Ægisdóttir 11, Silja Katrín Gunnarsdóttir 2, Laufey Helga Óskarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 1 og Eva Steinsen Jónsdóttir 1.

Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 5 bolta.