U16 | Flottur sigur á Færeyjum
U16 ára landslið kvenna sigraði Færeyjar 18-12 í fyrri leik dagsins á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg. Staðan í hálfleik var 9-5 fyrir Íslandi.
Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og léku á köflum mjög vel er frá er talinn smá kafli um miðbik síðari hálfleiks.
Þjálfararnir rúlluðu vel á liðinu og komust allir leikmenn vel frá sínu.
Liðið leikur úrslitaleik við Noregi kl.18.00 um niðurstöðu í riðlinum en stelpurnar eru taplausar til þessa í mótinu.
Markaskor íslenska liðsins: Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Guðrún Antonía Jóhannsdóttir 3, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Laufey Helga Óskarsdóttir 2, Hrafnhildur Markúsdóttir 2, Silja Katrín Gunnarsdóttir 1, Roksana Jaros 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1 og Hafdís Helga Pálsdóttir 1.
Í markinu varði Arna Sif Jónsdóttir 10 bolta eða 45% markvörslu.