U-21 árs landslið Íslands mætti Frökkum í annað sinn í tveimur dögum í Schenker höllinni í dag. Eftir góðan leik í gær áttu íslensku strákarnir erfitt uppdráttar í dag og unnu Frakkar sanngjarnan sigur.
Liðin skiptust á að hafa forystuna fyrstu 20 mínúturnar en þá fór að draga í sundur með liðunum. Frakkar höfðu 4 marka forystu í hálfleik, 10-14.
Frakkarnir hófu síðari hálfleikinn af krafti og komust fljótlega 7 mörkum yfir, en íslenska liðið klóraði í bakkann undir lok leiksins.
Lokatölur 21-26 Frökkum í vil.
Markaskorarar Íslands:
Teitur Einarsson 7, Sveinn Andri Sveinsson 3, Birgir Birgisson 3, Orri Þorkelsson 2, Hafþór Vignisson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Ásgeir Snær Vignisson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1 og Hannes Grimm 1.
Andri Scheving varði 15 skot í marki íslenska liðsins.
Næsta stóra verkefni U-21 árs landsliðs karla er HM sem fer fram næsta sumar á Spáni.