Síðast leikur Íslands í riðlakeppni HM U-21 landsliða er á morgun kl 11:00. Andstæðingurinn er Króatía. Undir er sigur í riðlinum sem þýðir að sigurvegarinn ætti að fá auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitum.

Króatar eru í 2. sæti D-riðils með 7 stig. Króatar byrjuðu mótið með 32-26 sigri á Sádí Arabíu, næst unnu þeir Marokkó sannfærandi 29-12, í þriðja leik unnu þeir 26-24 sigur á Argentínu og í síðasta leik gerðu þeir 24-24 jafntefli við Alsír.

Króatar enduðu í 14. sæti á HM U-19 í Rússlandi fyrir 2 árum en náðu í 4. sæti á EM-20 í Danmörku í fyrra eftir tap fyrir Frökkum í bronsleiknum.

Íslenska liðið er á toppi riðilsins með 8 stig eftir fjóra sigurleiki.
35-18 sigur gegn Marokkó,
25-22 sigur á Alsír,
48-24 sigur á móti Sádí Arabíu og
36-27 sigur gegn Argentínu.

Í dag var frídagur hjá strákunum sem tóku þó létta æfingu í morgun. Annars fór dagurinn hjá strákunum að mestu í hvíld og endurheimt ásamt sjúkrameðferð hjá Jónda hjá þeim sem þurftu.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru á
heimasíðu mótsins og hjá
IHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

 

Frídagur í dag 🤗 Létt lyftingaæfing 🏋 Elliði með stöngina og Einar spottar #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

 

 

Frídagur í dag Létt lyftingaæfing Dagur á bekknum og Grétar og Elvar spotta #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

 

Frídagur í dag Létt lyftingaæfing Aron tekur á því, Óðinn og Ýmir fylgjast með #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

 

Ísland Króatía á morgun kl 11 Arnar í meðferð hjá meistara Jónda #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on