Íslenska U-21 landsliðið vann í dag lið Serba 34-32 í lokaleik í forkeppni fyrir heimsmeistaramót.
Með sigrinum tryggðu strákarnir sér öll 6 stigin í boði og sigur í riðlinum og þar með sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í Alsír í sumar.
Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks og var staðan 5-5 eftir 10 mínútna leik. Þá tóku Serbar góðan kafla og skoruðu 5 mörk á móti 1 íslensku næstu 5 mínútur. Íslensku strákarnir náðu þó að jafna strax 10-10. Aftur var jafnræði með liðunum og var staðan 15-15 þegar fjórar mínútur lifðu í fyrrihálfleik, á lokamínútum hálfleiksins áttu strákarnir góðan kafla og leiddu 18-16 í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðu íslensku strákarnir af krafti, vörnin var þétt og náðu 5 marka forustu, 24-19, eftir 13 mínútna leik. Serbar svöruðu þá með 3 mörkum í röð en komust ekki nær en að minnka muninn í 2 mörk. Strákarnir kláruðu þetta 34-32 í góðum sigri.
Elvar átti mjög góðan leik í dag og skoraði 9 mörk og Teitur, félagi hans í Selfoss, átti góðan leik með 5 mörk en annars var gott framlag frá öllum leikmönnum og skoruðu t.a.m. allir útileikmenn liðsins.
Þrír sigrar á þremur dögum og ljóst að Ísland mun leika á lokakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða í Alsír í sumar.
Markaskorarar:
Elvar Örn Jónsson 9, Teitur Örn Einarsson 5, Leonharð Harðarson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Kristján Kristjánsson 2, Sturla Magnússon 2 Aron Dagur Pálsson 2, Sigtryggur Rúnarsson 2, Hergeir Grímsson 1
Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.
Leikurinn var í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ og má sjá upptökur af leiknum þar.
Fyrri hálfleikur,
seinni hálfleikur.
Aron tekur við verðlaunum eftir leikinn.
Liðsmynd að móti loknu með bikarinn.