Öðrum leik Íslands, gegn Sádí Arabíu, í riðlekeppni heimsmeistaramóts U-21 er nú lokið.

Öruggur og þægilegur sigur íslensku strákana, 48-24, staðreynd.

Ísland tók fljótlega öll völd á vellinum, eftir að Sádar komust í 2-3 skoruðu íslensku strákarnir 10 mörk í röð og komust 12-3 yfir, mjög góður kafli hjá strákunum. Íslensku strákarnir bættu enn í og komust 22-6 yfir með 7 mörkum í röð. Í hálfleik var staðan 24-9, frábær fyrri hálfleikur.

Íslensku strákarnir héldu áfram í seinni hálfleik að hafa öll undirtökun í leiknum, sem var þó aðeins jafnari en sá fyrri.

Á 40. mínútu var staðan 32-13 fyrir Íslandi og eftir 50 mínútna leik var staðan 40-18.

Í leikslok munaði svo 24 mörkum, 48-24 sigur Íslands og liðið komið með 4 stig í D riðli keppninnar.

Nú fá strákarnir einn dag í frí en næsti leikur þeirra er 21. júlí kl 19:45 á móti heimamönnum í Alsír. Það má búast við að öll sætin í 8.200 manna höllinni verði setin og á bandi heimamanna.

Markaskorarar:

Óðinn 8, Hákon 7, Birkir 6, Sigtryggur 6, Kristján 6, Elliði 3, Þorgeir 3, Ýmir 2, Ómar 2, Elvar 2, Aron 2, Dagur 1

Markvarsla:

Grétar 14 (58%), spilaði allan fyrri hálfleik

Viktor 7 (32%), spilaði allan seinni hálfleik

Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Ísland Sádí Arabía 48 – 24 sigur #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on