Ísland mætir í dag liði Sádí Arabíu í riðlakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða karla.

Lið Sádí Arabíu er nokkuð óskrifað blað fyrir íslenska liðið en þessi lið hafa ekki mæst áður.

Sádar töpuðu fyrir Króötum í fyrsta leik sínum á mótinu í gær með 32 mörkum gegn 26 þar sem hálfleiksstaðan var 17-13 fyrir Króatíu.

Sádar eltu allan leikinn en voru þó bara 2 mörkum undir þegar innan við 5 mínútur voru til leiksloka.

Sádí Arabía tókst ekki að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi árið 2015.

Íslenska liðið byrjaði mótið með sigri á Argentínu,
sjá umfjöllun hér.



Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru á
heimasíðu mótsins og hjá
IHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Mynd frá leiknum á móti Argentínu

Þjóðsöngur Ísland Argentína #handbolti #u21ka #algu21

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on