Fjórði og næst síðasti leikur Íslands í riðlakeppni HM U-21 fer fram kl 15:00 í dag. Andstæðingur dagsins er stigalaust lið Marokkó.

Marakkó er á botni D-riðils án stiga eftir 19-24 tap fyrir Alsír, 12-29 tap fyrir Króatíu og 19-29 tap fyrir Sádí Arabíu.

Marakkó tókst ekki að tryggja sér þáttökurétt á HM U-19 í Rússlandi fyrir 2 árum. Þeir tóku þátt í Afríkumótinu 2016 og enduðu í 5. sæti en tekur þátt í HM sem 3 Afríkuríkið þar sem Alsír (gestgjafar) og Túnis höfðu tryggt sér rétt með öðrum leiðum.

Ísland spilaði við heimamenn í gær þar sem þeir báru sigurorð af Alsír,
25-22. Áður höfðu íslensku strákarnir unnið Sádí Arabíu
48-24 og Argentínu
36-27.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.



Nánari upplýsingar um mótið eru á 
heimasíðu mótsins og hjá 
IHF.

Fylgist endilega með okkur á 
Facebook
Twitter og 
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Mynd IHF