Ísland spilar kl 15:00 í dag annan leik sinn í forkeppni Heimsmeistaramóts U-21 landsliða.

Mótherji dagsins er Grikkland.

Liðið fór vel af stað í gær með sigri á Litháen, 32-25.

Í fyrsta leik lagði gríska liðið heimamenn frá Serbíu nokkuð óvænt, 23-20.

Bæði lið eru því með 2 stig eftir fyrstu umferð og sigurvegarinn í dag mun mun sitja einn í toppsætinu fyrir lokaumferðina á morgun.

Grikkir tóku þátt í forkeppninni fyrir EM U-20 í Danmörku í sumar en náðu ekki að tryggja sér þátttökurétt á mótinu.

Í forkeppninni unnu þeir Georgíu (26-22) en töpuðu bæði fyrir Serbíu (17-20) og Ísrael (26-24). 

Nánari upplýsingar um leikinn og stöðuna í riðlinum er hægt að nálgast á heimasíðu EHF.

http://www.eurohandball.com/wch/u21/men/2017/match/2/028/Greece+-+Iceland

Leikurinn verður með beina stöðulýsingu (Live Ticker) sem nálgast má á heimasíðu EHF.

Minnum sem fyrr á samfélagsmiðlana okkar, 

Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine. Og snapchat hjá strákunum sjálfum u96.strakarnir