Þriðji leikur Íslands á heimsmeistaramóti U-21 landsliða fer fram í dag, andstæðingar dagsins eru heimamenn í Alsír.
Leikurinn fer fram í 8.200 manna höll og er búist við fullri höll, allir á bandi heimamanna. Þetta verður því áhugaverður og erfiður en jafnframt skemmtilegur leikur fyrir íslensku strákana að spila.
Alsíringar eru fyrir leikinn í 3. sæti D-riðils með 3 stig 24-19 sigur á Marakó í fyrstu umferð og 25-25 jafntefli við Argentínu í síðasta leik, þar sem markmaður Alsír varði víti þegar 4 sekúndur lifðu leiks.
Alsíringar taka þátt á HM sem heimamenn en á HM 2015 í Rússlandi endaði liðið í 23. sæti. Á Afríkumóti U-20 í fyrra endaði Alsír í 3. sæti.
Íslensku strákarnir fengu frídag í gær. Frídaginn notuðu strákarnir m.a. í að kíkja í verslanir og sleikja sólina á sundlaugarbakka hótelsins.
Eftir 2 leiki er Ísland í efsta sæti riðilsins með 4 stig, eins og lið Króata en með betri markatölu.
Ísland vann Argentínu í fyrsta leik
36-27 og báru svo sigurorð af Sádí Arabíu í öðrum leik
48-24.
Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.
Nánari upplýsingar um mótið eru á
heimasíðu mótsins og hjá
IHF.
Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.
Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir