U-21 árs landslið karla mætti Frökkum öðru sinni í vináttulandsleik í Abbeville í Frakklandi í dag.
Jafnt var á með liðunum framan af leik en síðustu 10 mínútur fyrri hálfleik seig franska liðið framúr og hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-18.
Strákarnir okkar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu leikinn í stöðunni 23-23. En þá bættu Frakkar aftur í og höfðu 5 marka sigur að lokum 29-34.
Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í dag og greinilegt batamerki á liðinu frá seinasta leik. Þess má geta að Ýmir Örn Gíslason lék ekki með liðinu í dag vegna smávægilegra meiðsla.
Markaskorarar Íslands í leiknum:
Ómar Ingi Magnússon 7, Arnar Freyr Arnarsson 5, Hákon Daði Styrmisson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Birkir Benediktsson 1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.
Einar Baldvin Baldvinsson varði 4 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3.
Liðið heldur heim til Íslands á morgun og hefur lokaundirbúning sinn fyrir HM í Alsír sem hefst 18. júlí.