Þriðji leikur Íslands á HM U-20 ára landsliða var á móti heimsmeisturum Rússa fyrr í dag. Leikmenn Íslands sáu aldrei til sólar í leiknum, þrátt fyrir 30 stiga hita og sól hér í Debrecen. Hálfleikstölur voru 6 – 15.
Síðari hálfleikur þróaðist líkt og sá fyrri. Rússar sýndu styrk sinn, bættu í og lokatölur urðu 14 – 32.
Mörk Íslands: Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Karen Tinna Demian 2, Sólveig Halldóra Stefánsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Andrea Jacobsen 1, Lovísa Thompson 1.
Varin skot: Ástríður Glódís Gísladóttir 6 og Heiðrún Dís Magnúsdóttir 4.
Liðið á eftir að leika tvo leiki í riðlinum á móti Kína og Síle og þarf að vinna allavega annan leikinn til að komast í 16 liða úrslit.