Stelpurnar okkar unnu góðan sigur á stöllum sínum frá Makedóníu fyrr í kvöld.
Íslenska liðið tók frumkvæðið strax á upphafsmínútunum og náði fljótlega þriggja marka forystu, sterkur varnarleikur og agaður sóknarleikur skilaði liðinu góðri stöðu þegar gengið var til búningsklefa, staðan 18-12. Síðari hálfleikur var einstefna allan tímann og unnu stelpurnar okkar að lokum 15 marka sigur, 35 – 20.
Frábær leikur hjá stelpunum en það var góð stemming í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum þar sem undanriðillinn fyrir HM fer fram.
Markaskorarar Íslands:
Sandra Erlingsdóttir 8, Andrea Jacobsen 5, Lena Valdimarsdóttir 4, Elva Arinbjarnar 3, Mariam Eradze 3, Berta Rut Harðardóttir 3, Lovísa Thompson 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Stelpurnar spila gegn Þjóðverðum á morgun 16.00, en þýska liðið vann Litháen fyrr í kvöld.