Íslenska U-20 ára landslið kvenna spilaði á móti sterku liði Noregs í dag í 16 liða úrslitum í lokakeppni HM í Ungverjalandi. Leikurinn var jafn allan tímann í fyrri hálfleik og þó náði Ísland mest þriggja marka forystu um miðjan hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 15-15.
Í síðari hálfleiknum var mikil barátta, Norðmenn leiddu með 1-2 mörkum. En þegar um 10 mínútur voru eftir náðu Norðmenn þriggja marka forskoti. Þann mun náðu íslensku stelpurnar ekki að vinna upp. Lokatölur urðu 30-35.
Þrátt fyrir tapið getur íslenska liðið borið höfuð hátt. Lliðið spilar á morgun við Króatíu um 9.sæti. Virkilega flottur árangur hjá stelpunum að vera eitt af 10 bestu landsliðum í heiminum í þessum aldursflokki.
Mörk Íslands: Lovísa Thompson 10, Sandra Erlingsdóttir 6, Mariam Eradze 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.
Ástríður Glódís Gísladóttir varði 9 skot í leiknum