Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði í dag gegn öflugu liðið Rúmeníu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Slóveníu. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög illa og náðu Rúmenar mikiu forskoti á fyrstu 15 mínútum leiksins. Í hálfleik var staðan 15-5 Rúmenum í vil. Strákarnir spiluðu seinni hálfleikinn betur en það gekk illa að vinna niður forskotið og leikurinn tapaðist á endanum 19-29.
Mörk Íslands skoruðu: Orri Þorkelsson 3/3, Pétur Árni Hauksson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Friðrik Hólm Jónsson 2, Daníel Griffin 2, Birgir Jónsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Arnar Guðmundsson 1, Sigþór Jónsson 1 og Birgir Már Birgisson 1.