U-20 ára landslið karla lék í gærkvöld annan æfingaleik sinn við heims- og Evrópumeistara Frakka. Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Darri Aronsson hvíldu í leiknum eftir að hafa lent í hnjaski í fyrri leiknum. Leikurinn fór vel af stað og fyrstu 20-25 mínúturnar voru frábærlega spilaðar þar sem strákarnir yfirspiluðu Frakkana. Skömmu síðar átti sér stað ótrúlegt atvik sem leiddi m.a. til að Sveinn Andri Sveinsson fékk mjög óverðskuldað rautt spjald. Í framhaldinu gengu Frakkarnir á
lagið og náðu góðri forystu í lok fyrri hálfleiks og lönduðu á endanum öruggum 30-20 sigri.
Í heildina er óhætt að segja að leikirnir tveir við Frakkana (gott 30-30 jafntefli í fyrri leiknum) hafi verið virkilega flottur undirbúningur fyrir EM í Slóveníu sem hefst seinna í mánuðinum og gefur virkilega góð fyrirheit um framhaldið.
Mörk Ísland skoruðu: Orri Þorkelsson 6, Elliði Snær Viðarsson 4, Sveinn Andri Sveinsson 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Hannes Grimm 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Ásmundur Atlason 1, Daníel Griffin 1, Friðrik Hólm 1 og Pétur Árni Hauksson 1.