Ísland spilaði við Þjóðverja í dag á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Leikurinn endaði með 2 marka sigri Þjóðverja, 28-30.
Þjóðverjar mættu ákveðnari til leiks, komust í 4-7 eftir 10 mín og leiddu með 2-4 mörkum allan fyrrihálfleik. Hálfleiksstaða 13-15 fyrir Þjóðverjum.
Þjóðverjar byrjuðu betur í síðari hálfleik og náðu fljótlega 4 marka forustu. Strákarnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu muninn 19-19 á 40. mín. Þjóðverjar náðu þó fljótlega aftur forustu og leiddu með 1-3 mörkum. Íslendingar náðu aldrei að jafna aftur og endaði leikurinn sem fyrr segir með 2 marka tapi, 28-30.
Maður leiksins var valinn Arnar Freyr Arnarsson.
Markaskorarar:
Ómar Ingi Magnússon – 6 mörk
Óðinn Þór Ríkharðsson – 5 mörk
Arnar Freyr Arnarsson – 3 mörk
Aron Dagur Pálsson – 3 mörk
Elvar Örn Jónsson – 3 mörk
Gísli Kristjánsson – 3 mörk
Hákon Daði Styrmisson – 2 mörk
Ýmir Gíslason – 2 mörk
Leonharð Harðarsson – 1 mark
Markmenn:
Bernharð Jónsson – 3/18 (17%), spilaði allan fyrri hálfleik
Einar Baldvinsson – 4/19 (22%), spilaði allan seinni hálfleik.
Nánari upplýsingar um tölfræði og framgang leiksins má sjá á liveticker Svissneska sambandsins
Næsti leikur Íslands er á morgun kl 08:30 á móti Spánverjum. Sem unnu Svisslendinga í dag í með 26 mörkum gegn 25.
Verður leikurinn í beinni útsendingu á handballtv.ch.