U-20 karla | Strákarnir komnir til Portó
U-20 ára landslið karla ferðaðist í gær til Portó í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í Evrópumeistaramóti U-20 ára landsliða næstu tvær vikurnar. Í dag hefur liðið fundað og æft í keppnishöllinni og undirbúið sig vel fyrir komandi átök.
Strákarnir okkar eru í riðli með Serbíu, Ítalíu og Þýskalandi, tvö lið fara áfram úr riðlinum í 8-liða úrslit og tvö neðstu liði hvers riðils leika um 9. – 16. sæti.
Leikir Íslands í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
7. júlí kl. 16:00 Ísland – Serbía
8. júlí kl. 11:00 Ísland – Ítalía
10. júlí kl. 16:00 Ísland – Þýskaland
Liðið hefur leik á morgun og verður allt mótið í beinni útsendingu á Viaplay. Upplýsingar um áskriftarpakka Viaplay má finna á viaplay.is
HSÍ mun fylgjast vel með liðinu þar ytra og flytja fréttir af gangi mála á miðlum HSÍ.