U-20 karla | Stórsigur í fyrsta leik
U-20 ára landslið karla lék í morgun fyrsta leik sinn á Evrópumóti U-20 ára liða þegar að lið mætti Úkraínu í Tri Lilije höllinni í Lasko í Slóveníu.
Strákarnir mættu heldur betur klárir í slaginn en þeir skoruðu fyrstu 2 mörk leiksins og lítu ekkert um öxl en strákarnir voru fljótlega komnir í 6 – 1. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 14 – 7 Íslandi í vil og átti munurinn bara eftir að stækka því í hálfleik var staðan 28 – 13.
Í seinni hálfleik var spiltímanum dreift vel á milli strákanna og kom það ekkert að sök því að stráknri gáu bara enn meira í og þegar hálfleikurinn var munurinn kominn upp í 20 mörk 38 – 18. Leikurinn endaði síðan 49 – 22 og því afar sannfærandi sigur í höfn.
Allir útileikmenn liðsins nema einn komust á blað en markaskorið var svona: Reynir Þór Stefánsson 9 mörk, Atli Steinn Arnarson 5, Eiður Rafn Valsson 5, Össur Haaldsson 5, Haukur Ingi Hauksson 4, Elmar Erlingsson 4, Hinrik Hugi Heiðarsson 4, Andri Fannar Elísson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2 og Kjartan Þór Júlíusson 1.
Í markinu skiptu markmenn liðsins hálfleikjunum á milli sín en í fyrri hálfleik varði Ísak Steinsson 10 skot eða 45% markvörslu. Breki Hrafn Árnason kom svo inn í seinni hálfeikinn og varði einnig 10 skot sem gerir 56% markvörslu.
Núna tekur við enduheimt hjá stráknum en á morgun er næsti leikur þegar Pólland er móttherjinn og hefst leikurinn kl. 14:40 á Íslenskum tíma.