U-20 karla | Sterkur sigur á Póllandi
U-20 ára landslið karla lék í dag annan leik sinn á Evrópumóti U-20 ára liða þegar að lið mætti Póllandi í Tri Lilije höllinni í Lasko í Slóveníu. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks það vou þó Pólverjar sem voru með frumkvæðið. Staðan um miðbik fyrri hálfleiks var 7 – 7 en þá komust íslensku strákarnir yfir í fyrsta skiptið í leiknum 8 – 7 og höfðu frumkvæðið út hálfleikinn Staðan í hálfleik 19 – 16 Íslandi í vil.
Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fyrstu 2 mörk hálfleiksins og héldu Pólverjum alltaf í góðri fjarlægð en munurinn var aldrei minni en 2 – 3 mörk. Að lokum var sannfærandi sigur Íslands staðreynd 37 – 32.
Mörk Íslands í leiknum: Össu Haraldsson 12 mörk, Elmar Erlingsson 6, Reynir Þór Stefánsson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1 og Kjartan Þór Júlíusson 1.
Í markinu stóð Ísak Steinsson allan leikinn og varði 16 skot eða 33% þeirra skota sem á hann komu.
Nú tekur við hvíldardagur á morgun en næsti leikur strákanna er á laugardag kl. 14.40 þegar úrslitaleikur F-riðils er framundan gegn Svíum.