U-20 karla | Skellur gegn Austurríki
U-20 ára landslið karla lék í dag annan leik sinn í milliriðli EM þegar að mótherjinn var Austurríki. Austurríki vann sinn riðil en tapaði fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir Spáni.
Það mátti því búast við þeim dýrvitlausum frá fyrstu mínútu og sú varð raunin því að þeir Austurríki skoraði fyrstu 2 mörk leiksins og komst svo fljótlega í 6 – 2. Þegar hálfleikurinn var svo hálfnaður var Austurríki yfir 11 – 3 og því á brattan að sækja fyrir strákana okkar. Þeir svoruðu aðeins fyrir sig í undir lok hálfleiksins en samt var staðan 16 – 10 í hálfleik.
Strákarnir reynu hvað þeir gátu í seinni hálfleiknum en voru búnir að grafa sig í of djúpa holi. Minnst náðu þeir að minnka muninn í 3 mörk þegar 8 mínútur lifðu leiks 25 – 22. Þá gaf Austurríki bara aftur í og unnu að lokum sanngjarnan sigur 34 – 26.
Mörk Íslands í leiknum: Össur Haraldsson 5 mörk, Andri Fannar Elísson 4, Birkir Snær Steinsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Atli Steinn Arnarson 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Elmar Erlingsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1 og Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Markvarslan í leiknum var þannig: Breki Hrafn Árnason 4 skot eða 25% og Ísak Steinsson 3 eða 14%.
Nú tekur við frídagur hjá stráknum og síðan er það leikur gegn Heims- Evrópumeisturum þessa árgangs Spáni á fimmtudag, 18. Júlí, kl 14:20. Áfram Ísland!