Ísland mætti Spáni í lokaleik sínum á æfingamóti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða. Íslensku strákarnir sigruðu sterkt lið Spánverja 30-23.

Jafnt var á með liðunum á fyrstu mínútunum og var staðan 6-6 eftir 15 mín. Þá náðu Íslendingar 2 marka forustu sem Spánverjar jöfnuðu þó í 9-9. Í hálfleik var staðan 12-11 fyrir Íslandi.

Áfram var jafnræði með liðunum í byrjun seinni hálfleiks, án þess þó að Spánverjar kæmust yfir, eftir 40 mín leik var staðan 19-17 fyrir Íslandi. Á 50. mín var staðan 22-20 og þá fær leikmaður Spánverja beint rautt spjald fyrir brot á Ými, við það hrinur leikur Spánverja og Íslendingar ganga á lagið, ná mest 8 marka forustu. Lokatölur 30-23 fyrir Íslandi, góður sigur íslensku strákunum.

Úslitin tryggðu Íslenska liðinu annað sæti á mótinu sem gefur þeim gott veganesti fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða sem hefst í Danmörku í lok júlí.

Maður leiksins var valinn Bernharð Anton Jónsson.

Markaskorarar:

Aron Dagur Pálsson – 7 mörk

Leonharð Harðarsson – 5 mörk

Elvar Jónsson – 4 mörk

Arnar Arnarsson – 4 mörk

Gestur Ingvarsson – 2 mörk

Sturla Magnússon – 2 mörk

Hákon Daði Styrmisson – 2 mörk

Óðinn Þór Ríkharðsson – 2 mörk

Dagur Arnarsson – 2 mörk

Markmenn:

Einar Baldvin Baldvinsson 5/16 (32%), þarf af 1 víti, spilaði allan fyrir hálfleik.

Bernharð Anton Jónsson 12/24 (50%), þar af 2 víti, spilaði allan seinni hálfleik

Nánari upplýsingar um tölfræði og framgang leiksins má sjá á liveticker Svissneska sambandsins

Hjá strákunum tekur nú við stutt frí og í kjölfarið æfingatörn fyrir Danmörku.