U-20 karla | Róbert Gunnarsson í þjálfarateymið
HSÍ hefur ráðið Róbert Gunnarsson í þjálfarateymi U-20 ára landsliðs karla og mun hann þjálfa liðið ásamt Einari Andra Einarssyni.
Róbert á að baki 276 landsleiki og skoraði 773 mörk fyrir Íslands hönd. Hann tók þátt í 15 stórmótum með strákunum okkar og vann bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki 2010.
Sem atvinnumaður lék Róbert með Århus håndbold (Danmörk), Vfl Gummersbach (Þýskaland), Rhein-Neckar Löwen (Þýskaland) og PSG (Frakkland). Róbert var valinn handknattleiksmaður ársins í Danmörku árið 2005.
HSÍ býður Róbert Gunnarsson velkominn til starfa.