U 20 karla | Naumur sigur í seinni leiknum
Seinasti vináttulandsleikur helgarinnar milli Íslands og Færeyja var leikur U 20 karla. Líkt og í gær voru það Færeyjingar sem byrjuðu betur og voru 2-3 mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn og þegar honum lauk var staðan 15 – 13 Færeyjum í vil.
Í seinni hálfleik var mikið jafnræði með liðunum en Færeyjingar voru þó áfram með frumkvæðið framan af en þó var forskotið 1 – 2 mörk. Svo þegar 10 mínútur lifðu leiks náði Ísland að jafna og svo komast yfir. Þeir héldu svo frumkvæðinu út leikinn og unnu að lokum 1 marks sigur 30 – 29 en Breki Hrafn Árnason varði síðasta skot leiksins og tryggði íslenskan sigur.
Mörk Íslands í leiknum gerðu: Elmar Erlingsson 11 mörk, Eiður Rafn Valsson 6, Birkir Snær Steinsson 3, Össur Haraldsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Kjartan Þór Júlíusson 2 og Atli Steinn Arnarson 1.
Í markinu skiptu Ísak Steinsson og Breki Hrafn Árnason hálfleikjunum með sér þar sem Ísak varði 5 í fyrri og Breki 7 skot í seinni.Næst á dagskrá hjá stráknum er lokakeppni EM í Slóveníu sem haldið verður 10. – 21. júlí