Ísland og Pólland mætast kl 7:30 í leik um 7. sæti á EM U-20 í Danmörku. Eftir svekkjandi tap fyrir Dönum í síðasta leik ætla strákarnir að klára þetta mót með sæmd.

Pólland var mótherji Íslands í milliriðlinum fyrir 4 dögum síðan þar sem Ísland vann
36-24.

Pólverjar spiluðu einnig við Spánverja í milliriðlinum og höfðu Spánverjar
23-14 sigur á þeim.

Ísland og Pólland í undankeppninni fyrir EM núna í apríl ásamt Ítalíu og Búlgaríu en leikið var í Póllandi.

Bæði liðin komust nokkuð þægilega áfram en Ísland vann undankeppnina með
31-25 sigri á Pólverjum.

Pólland spilaði í A-riðli með Frökkum, Sviss og Serbum. Pólverjar byrjuðu á sigri á móti Sviss
21-18.

Næst léku þeir við Frakka þar sem þeir töpuðu með 14 marka mun,
20-34.

Pólverjar tryggðu sér svo sæti í milliriðlinum með sigri á Serbum
33-27.

Pólverjar tóku, eins og Íslendingar, þátt í HM U-19 í Rússlandi í fyrra og EM U-18 2014, þeir enduðu í
19. sæti á HM en
6. sæti á EM.

Þrátt fyrir að Ísland hafi tvívegis borið sigurorð á Pólverjum á skömmum tíma má aldrei vanmeta andstæðinginn. Þetta er lokaleikur Íslands á þessu móti og strákarnir ætla sér að bæta besta árangur U-20 liðs á HM með því að taka 7. sætið. 


Allar upplýsingar um EM má finna á hér.

Stöðuna í mótinu og upplýsingar um alla leiki má sjá hér.

Leikurinn hefst kl 11:00 og beina útsendingu má nálgast hér.

Samfélagsmiðlarnir verða á sínum stað, 
Twitter
Instagram og 
Vine

Snapchat – u96.strakarnir